Í gær gengum við Eygló í Siðmennt. Einfalda ástæðan er sú að ég, og Eygló held ég líka, vil að trúleysingjar hafi almennilegan valkost varðandi þau félagslegu mál sem trúfélög sjá almennt um. Það er ótrúlegt misrétti að þessi hópur, sem er reyndar gríðarstór, skuli vera úti í kuldanum.
Ég minni því aftur á heimasíðu Siðmenntar þar sem er hægt að skrá sig í félagið. Siðmennt er að berjast fyrir því það hafi sem lífsskoðunarfélag sömu réttindi og skyldur gagnvart félagsmönnum sínum og trúfélög hafa. Við vitum vel að aðalhlutverk trúfélaga er að sjá um athafnir og trúleysingjar þurfa að hafa valkost í þeim málum. Einnig væri gott að hafa svona almennilegt batterí ef eitthvað kemur upp á. Ég geri samt ráð fyrir að verða nokkuð passívur félagi í Siðmennt.
En hvað um það. Í dag sjá fleiri nafnið mitt en nokkru sinni áður. Hugsanlega. Þið sem haldið að þið vitið af hverju megið reyna að giska í athugasemdakerfinu.