Lokahnútar

Það einkennist allt þessa daganna af því hve stutt er í að ég fari. Í næstu viku eru síðustu tímarnir. Áðan keypti í síðasta skipti þvottamynt og setti í þvott í næstsíðasta skipti. Ég er að hugsa um hluti eins og að ég þurfi að ná almennilegri mynd af kennurum og samnemendum mínum. Taka mynd af okkur í þessum gamaldags stólum sem eru inn á skrifstofunni hans Stiofán. Svoleiðis hlutir.

Síðan var ég að spyrjast fyrir um hvernig ég ætti að hafa það þegar ég skila lyklinum og svoleiðis. Hvernig er með þrifin…

Get ég komið öllu ofan í töskurnar mínar? Hvað verður þetta allt þungt? Get ég leyft mér að kaupa eitthvað? Ætti ég að henda einhverju? Mig langar að hirða mest sem ég hef keypt hérna. Lampann og svoleiðis. Ef ég kem því fyrir.

Og síðan eru tvær ritgerðir eftir. Á morgun fer ég og næ mér í heimildir fyrir þær báðar. Síðan ætti það að ganga. Vonandi fljótt.

Það er búið að bjóða mér í eitt kveðjupartí og við John vorum að tala um að hittast líka eitthvað áður en Kari fer heim.

Mjög endalokalegir dagar.