Breytt taktík?

Kannski er það röng taktík að reyna að fá alla til að leiðrétta rangfærslur sínar um málstað okkar sem höfum verið að berjast gegn trúboði í skólum. Hugsanlega væri bara betra að spila leikinn og segja “ókei, við bjóðum upp á málamiðlum, við skulum hætta að berjast gegn trúarbragða- og kristinfræði, jóla- og páskafríum, litlu jólunum og sætt okkur við það að trúboð verði algjörlega bannað í skólum”.

Það er nefnilega þannig að langflestir virðast sammála okkur um að trúboð eigi ekki heima í skólum en fólk fattar ekki að það er það eina sem við erum að berjast fyrir. Ríkiskirkjunni hefur tekist að afvegaleiða fjölmiðlafólk og almenning algjörlega. Leikskólapresturinn hefur viðurkennt að hann stundi trúboð og það sem hefur Vinaleiðarpresturinn systir hans gert. Út með þetta lið.