Að einskorða

Í gær fékk Siðmennt bréf frá Karli Sigurbjörnssyni. Þar reynir hann að halda því fram að Siðmennt hafi viljað leggja niður kristinfræði og vitnar í þessa klausu sem var í einhverju skjali sem félagið sendi frá sér:

Í stað þess að einskorða kennslu við kristnifræði er heillavænlegt að kenna almenna siðfræði, heimspeki og gagnrýna hugsun.“ (leturbreyting KS)

Prufið að lesa þetta yfir. Ef ég kem með eigin leturbreytingu þá verður þetta skýrara:

„Í stað þess að einskorða kennslu við kristnifræði er heillavænlegt að kenna almenna siðfræði, heimspeki og gagnrýna hugsun.“

Það sem Siðmennt var í raun að segja er að það ætti ekki eingöngu að kenna kristinfræði heldur líka hitt. Pabbi Kalla var að vinna íslenskuverðlaun um daginn, kannski að hann ætti að lesa yfir bréfaskriftir sonar síns.