Ég er búinn að pakka dálítið. Ég er að bíða eftir að þvotturinn þorni alveg og þá mun ég fleygja meiru ofan í tösku. Þetta er kannski í fyrra lagi en mér finnst mikilvægt að vera viss um að ég hafi nægt pláss. Síðan vill ég vita hver þyngdin á farangrinum er og hvort ég geti leyft mér að versla eitthvað smá í viðbót.
Ég fer semsagt heim á mánudag. Rétt rúmir þrír sólarhringar eftir í Cork. Á morgun er ritgerðarskrifardagur, á laugardag er meiri afslöppunardagur með rölti og síðan partí og síðan er sunnudagur er frágangs- og tiltektardagur hérna.
Í dag var síðasti skóladagurinn. Ég er búinn að kveðja kennarana. Ég kvaddi Kari ekkert rosalega enda höfum við mjög takmarkað samband, ekki neitt slæmt en þegar við John spjöllum þá er hún frekar út úr því. John bauð ég hins vegar velkomin til Íslands og sagði að hann ætti inni hjá mér gistingu. Almennt fámáll maður en við náðum vel saman.
Ég tókst annars á flug í tíma í dag við að tala um meistararitgerðina mína. Ákaflega gaman. Ég þurfti eiginlega að hemja mig rosalega til að tala ekki um allt sem ég er að pæla. Sem er margt. Hlakka til að skrifa.