Ómarkviss og ruglingsleg færsla

Ef ég væri með svona skapmyndir á síðunni þá væri myndin svolítið ruglingsleg.

Ég kom aftur til Íslands fyrir nokkrum dögum og er búinn að vesenast í mörgu og miklu. Ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir varðandi framtíðina í leik, námi og starfi. Ussussuss.

Í gæreftirmiðdag lagði ég mig aðeins eftir svefnlitla nótt (ekki enn búinn að jafna mig eftir ferðadaginn) og vaknaði án þess að vera viss um í hvaða landi ég væri. Mjög undarleg tilfinning.

Þannig að ég er skrýtinn þessa daganna og hefði frekar kosið að bara slappa af. En ég kallaði þetta nú yfir mig sjálfur.

Áðan pakkaði ég gjöfum til Eggerts, Sigga, Dagbjartar og Ásgeirs og þarf að koma þeim til skila við tækifæri. Lítið vesen með  þá tvo fyrrnefndu sem eru í næsta nágrenni en ég þarf að hitta á hin tvö sem fyrst.

Síðan þarf ég að taka til, skrifa ritgerð og svoleiðis.

Ómarkviss færsla, já.