Jólakveðja

Þá er búið að horfa á Muppet Family Christmas og þá geta jólin komið.

Í fyrra setti ég inn jólakveðju á bloggið mitt sem mér fannst nokkuð vel heppnuð og ég held að ég birti hana bara aftur þó ég uppfæri reyndar myndina.

joli2007.jpgÉg óska fjölskyldu minni, vinum, kunningjum, skólafélögum, fyrrverandi vinnufélögum, lesendum og öðrum velunnurum fyrr og síðar gleðilegra jóla.

Ég vona innilega að jólin verði ykkur góð og að þið getið slappað af með ykkar nánustu. Ég vona að þið hittið fólk sem þið hittið ekki nógu oft.

Ég óska ykkur þess að þið fáið þessa notalegu indælu tilfinningu sem ég fæ um jólin. Ég vona að þið borðið vel og mikið af góðum mat.

Ég vona að þið sofið út við öll tækifæri. Ég vona að þið fáið góðar gjafir (en ef þið fáið ekki nógu góðar gjafir frá mér þá skulið þið ekki hika við að reyna að fá þeim skipt).

Ég óska ykkur líka gleðilegs árs og þakka það sem er að líða. Ég vona að við eigum góðar stundir saman á næsta ári og næstu árin.

Í stuttu máli þá óska ég þess að þið látið ykkur líða vel um jólin og reyndar bara alltaf.

Gleðileg jól!
Óli