Gyllti áttavitinn – myndin

Við fórum á The Golden Compass áðan. Að mínu mati frekar slök aðlögun. Öll framvindan var of auðveld einhvern veginn. Manni fannst persónur of oft vera að reyna að æla úr sér eins mörgum plottatriðum eins fljótt og þær mögulega gátu. Breytingar frá bókinni voru yfirleitt ekki til góðs. Lengri mynd hefði verið betri. Maður veltir jafnvel fyrir sér hvort að nú á tímum hvort að framhaldsmyndaflokkur hefði ekki verið betri lausn en kvikmynd.

Annars þá var allavega fyrsta bókin, og fyrsta myndin, alls ekki andkristileg að mínu mati. Það er hins vegar töluverður áróður gegn kirkjuvaldi. Það er allt annar hlutur en kirkjunnar menn eiga það oft til að rugla þessu saman.