Það var orðið of langt síðan við höfðum spilað við Frey og Auði þannig að við skruppum þangað. Byrjuðum á því að spila spil sem þau eiga sem byggir á frönsku byltingunni. Hálfgert fræðsluspil í raun. Það var mjög skemmtilegt. Auður vann báða leikina en Freyr var að skutlast með Steinunni systur sína á meðan.
Við tókum síðan nýju Trivial spurningarnar. Munið þið eftir fyrstu Triviulunum? Þá voru 6000 spurningar. Í þessum spurningapakka eru 600 og þar af helmingur fyrir börn. Ég efast um að við getum notað þessar spurningar aftur í bráð þar sem við vorum allavega komin á þriðju umferð. Get ekki sagt að ég mæli með að fólk kaupi þennan pakka (en er þó þakklátur Hafdísi og Mumma fyrir að hafa gefið okkur þetta). Ég sigraði að lokum eftir að hafa náð grunsamlegri forystu á meðan húsráðendur fóru fram.
Lokaspilið var Ticket to Ride. Freyr og Auður höfðu aldrei spilað þetta áður og hrifust af því. Þetta er líka vel hannað spil. Helsti kostur þess er að umferðirnar ganga fljótt yfir og maður er því alltaf að gera eitthvað.
Þegar okkur þótti klukkan og margt og við of þreytt til að spila meira fórum við að spjalla um hitt og þetta í töluverðan tíma. Mér brá þegar ég sá að klukkan var orðinn 2:45. Maður á ekki að halda vöku fyrir barnafólki svona frameftir. En við verðum að endurtaka þetta við tækifæri.