Við skruppum í gær í Spilavini sem er nýleg spilabúð á Langholtsvegi. Spilavinir er með fínt úrval af spilum. Sum spennandi, önnur ekki eins og gengur og gerist. Það sem mér fannst helst vanta var nördaspil. Það er væntanlega einhver stærsti markaðurinn og þau missa af miklu með því að láta hann vera. En kíkið þangað ef þið hafið áhuga á spilum.