Í gær fengum við Brján og Helgu í spilamennsku. Við byrjuðum á að taka tvær umferðir í Simpsons Cluedo. Í seinni leiknum breyttist taktíkin hjá fólki töluvert. Við tókum líka Astrópíu. Mér fannst það virka líka vel í stærri hóp en stóð kannski fulllengi. Það er kannski tengt því að allir voru að læra.