Flugeldasóðar

Út í garði er mikið af rusli eftir nágranna mína sem voru að skjóta upp flugeldum um áramótin. Af einhverjum ástæðum hafa þeir ekki séð sér fært að hirða þetta upp eftir sig. Þetta er eitt af því sem fer í taugarnar á mér við flugelda, enginn tekur til eftir sig. Ábyrgð fólks virðist hverfa um leið og er búið að kveikja í. Þetta er voðalegur sóðaskapur.