Stundum væri þægilegt ef þeir sem sjá um aðsendar greinar í blöðum myndu senda höfundunum athugasemdir þar sem þeim væri bent á að það sem þeir eru að segja í greinunum sé ekki satt. Til dæmis með greinina hans Gunnars Sveinssonar í Morgunblaðinu í dag, það eina sem kemur þar fram er að höfundurinn veit ekkert um málið sem hann er að skrifa um. Það er alveg rétt að allir eiga rétt á skoðunum sínum en væri ekki betra ef menn myndu byggja skoðanir sínum á staðreyndum og að þær væru þannig eitthvað tengdar raunveruleikanum?