Glæpur og refsing

Af ýmsum ástæðum hef ég verið að pæla í glæpum og refsingum undanfarið. Ég man ekki eftir því að ég hafi tekið þátt í kórum sem krefjast hærri refsinga. Hins vegar finnst mér alltaf skrýtið að fólk sem hefur verið dæmt sé sífellt og endalaust að brjóta af sér. Ég skil ekki skilorðskerfið heldur. Þar að auki finnst mér að fíkniefnameðferð og eftirlit með fíkniefnaneyslu ættu að vera hluti af „refsingu“.