Skipulagður

Eftir töluverða óvissu eru plön næstu mánaða komin nokkurn veginn á hreint. Ég mun vinna á fullu í ritgerðinni út mánuðinn. Ég stefni ekki á að klára heldur bara að komast áleiðis með hlutina. Þann fyrsta febrúar mun ég síðan fara að vinna aftur á gömlum vinnustað í nýju starfi. Það er alltaf voðalega gott að hafa skipulag á hlutunum.

Við Eygló vorum líka að kaupa okkur tíma í badminton hjá TBR á laugardögum. Það verður gott að hafa svona vikulegan tíma þar sem maður þarf að hreyfa sig. Við erum að leita að einhverjum sem nenna með okkur, erum reyndar búin að senda einu pari tilboð um það en ef það gengur ekki upp þá væri gott að vita hvort einhver þarna úti myndi vilja vera með.