Nígeríubréf á leiðinni?

Mig grunar að ég fái Nígeríubréf á næstunni. Einhver kom nefnilega frá því landi á síðuna mína leitandi að “65 2008 “@hotmail.com” -email -address -and -contacts -of -doctors -in -singapore”. Þessi einstaklingur virðist ekki vera neitt sérstaklega fær í að leita á Google, kannski sem betur fer. Leitarskilyrðin hans eru mjög illa uppsett enda er ég ekki, þó það komi mörgum á óvart, læknir í Singapore. Ætli þér séu sérstaklega gjarnir á að falla fyrir svona? Og ætli þeir séu flestir með hotmail addressu?
Annars þá er alltaf gaman að sjá hvaða lesendur mínir koma. Af síðustu hundrað gestum hef ég nefnilega fengið heimsóknir frá Nígeríu, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Belgíu og Færeyjum. Þetta er svona fyrir ofan meðallag en maður spyr sig samt hvers vegna Lalli sé ekki að skoða bloggið mitt? Af hverju er ég ekki með heimsókn frá Mexíkó?
e.s.

Sko, frá Bretlandi er það Jakob, frá Danmörku eru bæði gestir frá Árósum og Óðinsvé sem ég myndi giska að væru Eggert og Frú Jóhanna, frá Svíþjóð er ég ekki viss en ég veit að þetta var ekki Anna því hún er á mjög auðþekkjanlegri addressu, ég veit ekkert um norður amerísku gesti mína, sá frá Færeyjum var að lesa um Tý, Þjóðverjinn er mér ekki kunnur og Belginn svo sem líka en gæti verið Bjössi.

Þú heldur að þú sért að skoða netið en í raun er netið að skoða þig.

0 thoughts on “Nígeríubréf á leiðinni?”

  1. Það er auðvelt að þekkja þig frá Kobba, hann kemur frá Sussex en þú frá Cambridge. Eða svo segir teljarinn mér, hann sagði mér reyndar alltaf að ég væri staddur í Dublin þegar ég var í raun í Cork.

  2. Þú varst ekki ein af hundrað síðustu sem skoðuðu bloggið mitt þegar ég skrifaði færsluna. Reyndar er það þannig að ég fæ heimsóknir frá allavega 6 svæðum í Danmörku, dáltið mikið af dönskum aðdáendum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *