Ein besta Stephen King saga sem ég hef lesið er The Mist. Hún er novella (eigum við eitthvað orð yfir það fyrirbæri á íslensku?) sem var í bók sem ég fékk lánaða hjá Dúdda frænda fyrir löngu síðan. Ég hafði ekkert heyrt um að mynd hefði verið gerð eftir henni þannig að ég varð spenntur þegar ég sá að kvikmynd með þessum titli væri í bíó. Ég plataði Eygló með mér í kvöld í Smárabíó.
Myndin var góð. Ég segi ekki mikið meira. Hún var samt mjög spes. Og ef fólk klappar í ákveðnu atriði þá er það víst bara venjan.