Í dag fór ég út á Skaga með strætó til að hitta frekar ólétta, vanfæra og ófríska konu sem líkar ekki við neitt af þessum orðum, hún er sátt við að vera með barni í staðinn. Við spiluðum aðeins. Dagbjört hleypti mér líka í Amstradinn, verst að hún á ekki sömu leiki og ég spilaði á sínum tíma.
Þarna fékk ég líka upplýsingar sem ég hef lengi leitað að. Þetta var nú bara í Ísland í aldanna rás en ég hafði flett í þeirri bók áður. En ég var að velta fyrir mér hvað gerðist þegar Stefán, langafi afa, var myrtur. Og nú veit ég grunnatriðin en kafa væntanlega dýpra þegar ég hef tíma og tækifæri.