Á forsíðunni

Ég er á forsíðu 24 stunda í dag. Ásamt mörgum öðrum. Myndin er samt gömul. Frá því á mánudag í síðustu viku minnir mig. Ég fór á Háma og plantaði mér á borðið hjá Þorrablótsnefndinni. Ég fann mig reyndar bara með því að finna Telmu. Ég benti henni einmitt á ljósmyndarann þennan dag. Golli er einn af fáum blaðaljósmyndurum sem ég kannast við í sjón. Hafdís systir mín ber einhverja ábyrgð á því.