Rauða ljósið

Ég var voðalega glaður þegar ég kíkti á póstinn minn um hádegið og sá að Græna ljósið var að bjóða mér í bíó. Ég talaði við Eygló og fór síðan á midi.is í von um að fá miða á góðum tíma. Ég fór í gegnum nákvæmlega allar sýningar og fann ekki eina einustu þar sem boðsmiðinn var ennþá nothæfur. Svolítið pirrandi.