Gærkvöldið var skemmtilegt. Ég bakaði snúða og Eygló bjó til rúllubrauð. Þetta passaði vel við fjöldann. Spjölluðum og spiluðum látbragðsleik. Í lokin horfðum við síðan á smá bút úr Plan 9 from outer space. Sú mynd hentar alltaf vel í hóp því það er svo gaman að gera grín að henni. Hún verður líka alltaf fyndnari í hvert skipti sem ég horfi á hana. Reyndar er Bride of the Monster fyndnari að mínu mati en Plan 9 er frægari.
Ég þakka gestum mínum fyrir að líta í heimsókn og þakka líka fyrir gjafirnar sem ég fékk. Sérstaklega gaman að fá Sigrún og Þóri í heimsókn en þau yfirgefa land aftur á morgun. Þóri hafði ég reyndar aldrei hitt áður.
Plan morgundagsins, afmælisdagsins sjálfs, er aðallega að fara út að borða með Eygló og taka því rólega. Plön dagsins í dag eru bara óljós, líklega reyni ég að koma einhverju í verk í ritgerðarskrifum.