Afmælisdagurinn

Mér líður merkilega lítið öðruvísi eftir að ég varð 29 ára. Ég þakka öllu kveðjur og gjafir, Rósa fær extra stuð kveðjur. Afmælisdagurinn var reyndar frekar mislukkaður. Ég fór á lélega mynd í bíó. Bílinn bilaði á leið út að borða. Þegar ég komst á Ruby Tuesday þá var maturinn ekki eins góður og venjulega. Þegar ég ætlaði að taka taxa heim þá svaraði enginn á leigubílastöðinni. En við Eygló horfðum síðan á The Big Chill sem var notalegt að vanda. Sú mynd gefur alltaf eitthvað nýtt af sér.