Gamli góði Villi á útleið

Gamli góði Villi þarf að fara að pakka saman föggum sínum. Hans tími er liðinn. Hann verður aldrei aftur borgarstjóri. Nema reyndar að Sjálfsstæðismenn sameinist um að vera heimskir. Slík þrjóska kemur alveg reglulega upp hjá þeim. Ef maður er bara að hugsa um hvað er verst fyrir Sjálfsstæðisflokkinn þá vill maður að Villi hamist sem lengst. Það bætist við að það verður erfitt fyrir flokkinn að bjóða Villa feitt embætti af því að reiðin hverfur ekki við það. Þetta er mjög áhugavert allt saman. Hvað heldur meirihlutinn lengi?
Ingibjörg Sólrún hitti naglann á höfuðið þegar hún kallaði þennan meirihluta óstarfhæfan.