Ég sá auglýsingu um geisladiskamarkað í Hagkaup Smáralind og við ákváðum að fara þangað eftir badminton.
Umferðin var hörmung. Það versta var að þetta var aðallega af því að fólk var að keyra eins og hálfvitar. Merkilegt að fólk sem var fast út á gatnamótum skuli skilja eftir tveggja metra bil á milli bílanna um leið og það er sjálft komið yfir til þess að tryggja að fleiri festist út á gatnamótunum. Þegar umferðin er stopp þá er ekki nauðsynlegt að hafa bil á bílanna. Þegar loksins kom að okkur tók einhver fáviti og fór yfir á rauðu, það var semsagt ekki búið að vera grænt ljós á hans akrein, hann bara óð yfir. Og hann komst ekki einu sinni alla leið þannig að hann var fyrir okkur. Talandi í fokkings símann á sínum risajeppa. Ég varð mjög fúll. Strætó rokkar í samanburði við þetta helvíti.
Við fórum í Skífuna og komust þar óvænt ágæta útsölu. Þegar við komumst í Hagkaup trúðum við ekki eigin augum að Hagkaup skuli hafa auglýst jafn auma útsölu.