Aftan á Fréttablaðinu má lesa um að logar helvítis séu nú ekkert slæmir, fallegir í raun. Þar má líka sjá Davíð Þór Jónsson ruglast á Jesú og Jóhannesi skírara, námið í guðfræðideildinni er greinilega að borga sig. Skilningur hans á kenningum líffræðinnar virðist líka vera vafasamur.
Forsíða blaðsins er ekkert skárri. Væntanlega best að setja blaðið sem fyrst í endurvinnslu, svo það geti orðið aftur hluti af náttúrunni.