Slugsar og dúxar í fermingarfræðslu

Mér þykir óneitanlega nokkuð skondið að sr. Svavar Alfreð segist ekki hafa lært mikið í sinni fermingarfræðslu hjá sr. Birgi. Mig grunar nefnilega að ég hafi einmitt verið langáhugasamasti nemandinn hjá fyrrnefndum sr. Birgi og sr. Þórhalli þegar ég fór í gegnum mína fræðslu. Verða fermingarfræðsludúxarnir þá trúleysingjar en slugsarnir prestar?  Neinei, það finnast örugglega einhverjir prestar sem stóðu sig vel. En þó ættu prestarnir kannski að vara sig á þeim sem eru fulláhugasamir um þetta allt saman.