Þórðargleði?

Ég veit ekki af hverju þeir sem hafa staðið í öllu þessu fjárfestingabraski síðustu ár halda að við sem höfum haft vantrú á þetta allt séum voða glöð að þetta virðist vera að sökkva. Ég geri nefnilega fastlega ráð fyrir að við eigum öll eftir að fá á okkur gusur út af þessu. Þetta er ekkert einkamál braskaranna heldur hefur þetta áhrif langt út frá sér. Það er ástæðan fyrir að þetta hefur verið gagnrýnt. En sjálfssögðu er gagnrýnin afgreidd sem öfund og skilningsleysi. Ég vona innilega að þetta eigi nú eftir að bjargast á síðustu stundu og að sem fæstir sökkvi. Óraunhæfari von er kannski að braskararnir muni einhvern tímann læra sína lexíu og hætta að fara svona óvarlega.