Í gær var partí hérna heima og mér var ekki boðið. Eygló hefur nefnilega heillengi stefnt að því að hafa stelpupartí og ákvað að halda upp á afmælið sitt (viku seinna) þannig. Ég fór því til Sigga Arnar á meðan Sigrún hans fór heim til mín (það er óþægilegt að tala um Sigurð Örn annars vegar og Sigurð Arnar þegar fyrrnefnda nafnið verður að hinu í beygingum). Þar kom líka Helgi bróðir hans og við spiluðum. Síðan spjölluðum við bara eftir að Helgi fór heim. Þegar ég kom heim hitti ég síðustu gestina og vaskaði upp hugsandi um vísindarannsóknir sem sögðu að ég yrði verðlaunaður án þess að ég þyrfti að eyða of miklum tíma í það.
Það var badminton í gær. Eygló komst ekki þar sem hún var í partíundirbúningi og pabbi Sigrúnar tók við. Honum gekk ágætlega í tvíliðaleiknum en þegar Sigrún var farinn í sturtu tók hann sig til og burstaði okkur Sigga einn síns liðs. 21-4 fór fyrri leikurinn en 21-13 sá seinni. Á köflum var hann að leika sér agalega að okkur en þó sérstaklega Sigga. Væntanlega skemmtilegt að fá tækifæri til að láta tengdasoninn hlaupa fram og aftur. En þetta var hressandi og við lærðum margt af þessu.