Í grunnatriðum er það eina sem breytist við svona nafnabreytingar að starfsfólkið fær nýjar músamottur. Það er svo sem ágætt af því að 365 motturnar eru væntanlega orðnar nokkuð slappar.
En jú, það gerist líka að eitthvað markaðsfyrirtæki fær feitan bita fyrir að sannfæra toppana um hvað það sé nú sniðugt að breyta um nafn. Ekki dettur neinum í hug að nota þessa peninga til að bæta eitthvað innanhúss. Ætli það hafi nokkurn tímann gerst að markaðsfyrirtæki segi “sleppið heimskulegum auglýsingaherferðum og einbeitið ykkur frekar að því að bæta þjónustuna við viðskiptavini ykkar”? Mig grunar nefnilega að besta leiðin til að bæta ímynd fyrirtækis sé að gera viðskiptavinina ánægða. En ég hef aldrei lært markaðsfræði þannig að ég veit í raun ekkert.