Fámenni og klisjur

Ég hefði orðið fyrir vonbrigðum ef jafn fáir hefðu mætt á bingóið og í Dómkirkjuna að hlusta á biskupinn. Pabbi hans mætti allavega, það hefði reyndar verið áhugavert að sjá hve margir þarna hafi verið skyldir honum. En þetta er skiljanlegt. Hver nennir annars að hlusta á sömu klisjurnar og hann kemur alltaf með. Talar um græðgi og eigingirni þó gagnrýni hans eigi jafn vel við þjóðkirkjuna og bankana. Hvað er biskupinn með í laun, þegar allt er talið? Aumkunarvert.