Innihaldslaust mas

Björn Bjarnason var víst að tala um skiptingu stjórnmálamanna í þá sem tala og þá sem gera. Hinir og þessir bloggarar sem nenna að lesa Björn hafa verið að taka þetta upp og finnst greinilega mikið til þessa koma. Mér finnst þetta frekar óspennandi. Ég heyrði nefnilega álíka frasa oft í stúdentapólitíkinni, yfirleitt þegar Vaka og Röskva voru að skiptast á skotum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að þessi skipting er einfaldlega dæmi um innihaldslausa retórík.

Hvernig er hægt að vera meiri masari en með því að röfla yfir masi annarra í stað þess einmitt að láta verkin tala? Þeir sem láta verkin tala eru einmitt ekki að þvaðra um að þeir láti verkin tala. Það eru bara masarar sem gera slíkt.