Björn masar áfram

Björn Bjarnason heldur áfram að masa um masara. Hann svarar ekki gagnrýni heldur afgreiðir þá sem hafa svarað honum með ásökunum um skítkast. Hvað er svona svar frá dómsmálaráðherra annað en merki um innihaldsleysi? Ég endurtek það sem ég sagði fyrr (umorðað þó). Þeir sem eru framkvæmdarmenn þurfa ekki endalaust að masa um hvað þeir séu miklir framkvæmdamenn.

Björn masar til dæmis mikið um lögguna en undanfarið hefur sést ágætlega hve lítið er að marka það tal allt saman. Jú, reyndar fá einhver gæluverkefni hans fram að ganga en þau gera almennt lítið gagn. Ætli við séum ekki á góðri leið með að fá vel vopnaða en fáa og illa þjálfaða lögreglumenn?