Breiðholtið

Ég er ákaflega glaður með Breiðhyltinginn Gest Traustason sem afgreiðir fordóma Moggabloggskóngsins snyrtilega í kommenti við færslu um „Ofbeldið í Breiðholtinu„. Hann segir m.a.:

Staðreyndin er enn sú að fleiri líkamsárásir eru á Akureyri (íbúafj. um 15.000) en í Breiðholtinu (milli 20.000 og 25.000) [og það þrátt fyrir að þessar 15.000 hræður hafa að lágmarki 5 lögreglumenn 24/7 til að halda uppi lögum en í Breiðholtinu er einn hverfislögreglumaður á skrifstofutíma…].

Semsagt, Stebbi ætti að flytja suður í Breiðholtið ef hann hræðist ofbeldi. Þáttur fjölmiðla er líka mikill eins og Gestur bendir á. Allt matreitt til að búa til þessa mynd af Breiðholtinu.