Það má nefna að ég var fljótari í vinnuna en venjulega í morgun. Held að það sé alveg fín hugmynd að loka Grafarvogsbúa og Mossfellsveitunga inni alla daga. Maður sá hins vegar að bílastraumurinn lá í gegnum mitt hverfi af því að fólk var að flýja mótmælin. Þetta er hverfi sem á að vera með 30 kmh hámarkshraða enda er skóli þarna en pirrað fólk er væntanlega að flýta sér meira en það.
Það sem ergir mig er hve óhófleg þessi mótmæli eru. Það væri alveg hægt að koma sömu skilaboðum til skila með frumlegri hætti. En kannski er markmiðið ekki að vekja athygli heldur einfaldlega að kúga. Ef þetta virkar þá er alveg spurning hvort að friðarsinnar/umhverfisverndarsinnar/trúleysingjar þurfi ekki einfaldlega að vera óhóflegri í aðgerðum sínum og kúga stjórnvöld.