Hannesað

Kistan birti í gær og fyrradag svör við nokkrum spurningum um dóminn yfir Hannesi Hólmsteini sem send var ýmsu háskólafólki. Það virðist vera einhugur hjá þeim sem svara að rektor þurfi að bregðast einhvern veginn við.

Eftirminnilegasta svarið kom frá Vésteini Ólasyni sem taldi að stuðningsmenn Hannesar „hefðu heldur átt að skjóta saman í þyrnikórónu.“
En já, ég er sammála að það þurfi að gera eitthvað. Ég veit þó ekki hvað rétt væri að gera. Ég held að ef um væri að ræða ímyndað mál þá myndi ég segja að rétt væri að víkja kennaranum úr starfi en…. Það verður allavega áhugavert að sjá hvað rektor gerir.