Vörubílamótmæli

Af hverju eru þeir ekki að mótmæla á bensínstöðvunum? Mig grunar að þau smyrji nú ríflega á verðið. Í gær sá ég líka einhvern vera að berjast fyrir að fá litað bensín á torfærutæki. Aldrei myndi ég styðja slíkt.

Annars þá tel ég góðar ástæður fyrir háu bensínverði og tel engar líkur á að það lækki neitt nema að fólk fari einmitt að hætta að treysta á olíu.

Síðan er alveg ljóst að vörubílar eru plága á þjóðvegum landsins og við ættum að niðurgreiða strandsiglingar til að laga það. Hvernig er annars olíunotkun í siglingum annars vegar og vörubílakeyrslu hins vegar?