Bullandi mótsögn/lögreglustjóri

Merkilegt að lögreglustjóri skuli núna halda því fram að talsmaður vörubílstjóra hafi verið handtekinn því þegar atvikið átti sér stað þá neituðu þeir að um handtöku væri að ræða. Til upprifjunar þá voru fimm manns handteknir þegar Saving Iceland gekk niður Snorrabrautina. Að sjálfssögðu er lögreglan í bullandi mótsögn við sjálfa sig og það er ekkert samræmi í því hvernig hún kemur fram.

Ferðaklúbbsjeppamenn eru núna að stoppa olíudreifingu. Ef vörubílstjórar væru í slíkum aðgerðum myndi ég styðja þá. En ég nenni ekki að styðja einhverja sem stunda dýrt áhugamál og kvarta síðan undan því að það sé orðið dýrara að stunda það. Þeir sem aka um á bensínfrekum bílum bera meiri sök á hækkandi bensínverði heldur en ríkið og jafnvel olíufélögin. Þetta er spurning um framboð og eftirspurn.

Já, bensín er dýrt og það er ekkert sérstaklega dýrt á Íslandi. Vandamálið er ekki bensínverð sem slíkt heldur skortur á leiðum til að minnka bensínneyslu og vilja til að nota þær leiðir sem eru til staðar.