Týr með Land í forpöntun

Ég hef áður minnst á að Týr er að gefa út nýja plötu sem heitir Land. Ég er alveg að fríka út af spennu enda var sú síðasta, Ragnarök, sú besta hingað til. Meðal þess sem má finna á Landi eru gömul kvæði; Gátu Ríma, Fípan Fagra and Loka Táttur, Gandkvæði Tróndar og Sinklars Vísa. Þetta síðastanefnda er víst norskt en ég veit hins vegar ekki hvert íslenska þjóðlagið er. Þegar ég hitti Heri, söngvari og aðalhöfund, fyrir um einu og hálfu ári var hann þegar farinn að leggja drögin að plötunni og undirliggjandi þemað átti að vera landnám Færeyja. Ég veit ekki nákvæmlega hve hann fór síðan eftir þeirri forskrift en hlakka til að komast að því.

Það er hægt að forpanta sérstaka útgáfu af disknum, sem kemur út í lok maí, á þýska Amazon. Þar fylgir með dvd með upptöku af tónleikum þeirra á Wacken þungarokkshátíðinni.