Ég legg til að allir Moggabloggararnir sem hafa verið að kvarta yfir banninu á þarna 1627 gaurnum taki sig til og færi sig yfir á Vísisbloggið. Það er eina leiðin til að sýna Mogganum hver ræður.
En að sjálfssögðu má Mogginn banna hvern sem hann vill þarna. Það er ekkert Mogganum líkt að þola óþægilegar skoðanir.
Hins vegar vekur þetta upp spurningar hjá mér um það hvers vegna Mogginn vildi ekki eyða mynd frá mér sem bloggari hjá þeim er með inn á sínum bloggvef. Ábyrgð þeirra hlýtur að vera sú sama. Greinilegt að ég hefði átt að hóta þeim málsókn.
Hótaði einhver málssókn? Hefur það verið haft eftir Moggamönnum opinberlega?
Skrif Skúla Skúlasonar voru svo greinilegt brot á almennum hegningarlögum að ég er mest hissa á því að þau skuli hafa fengið að hanga þarna inni í heilt ár.
Ég veit ekkert meira en það sem slúðrið á Moggablogginu hefur komið með. En annars þá er þetta ekkert mikið verra en greinar sem Mogginn hefur í gegnum tíðina birt um samkynhneigða. Ætli Jón Valur fái næst að flakka?