Ekki gleyma…

Ég fór með Svenna og Eygló á Forgetting Sarah Marshall. Ég hló eins og hálfviti. Það voru hins vegar ekki allir jafn hrifnir, til dæmis náunginn sem fékk símhringingu, svaraði og spjallaði þar til að ég barði í sætið hans. Hann virtist hissa á pirring mínum.

Ég fékk hins vegar sjokk þegar við fórum og keyptum nammi. Fékk hálfgert deja vu. Minnti mig semsagt á atvik í neðanjarðarlestinni á leið heim á hótelið efti Q+PR tónleikana fyrir þremur árum. Hélt að ég myndi ekki sjá svona á Íslandi. Djöfull er ég reiður að við séum að verða svona samfélag. En við hverju er að búast þegar aðdáendur Thatcher og Reagan hafa fengið að stjórna svona lengi.