Af forvitni gúgglaði ég gaurinn sem barði lögreglumanninn í gær. Ég rakst þá á síðu þar sem VÍS er að kynna þjónustu þar sem fellihýsaeigendum er boðið upp á að fá ókeypis skoðun:
,,Ég heyrði um þessa þjónustu í útvarpinu í morgun og ákvað strax að þiggja hana,“ sagði Ágúst Fylkisson við tíðindamann heimasíðu VÍS […] ,,Og nú hlakka ég bara til að löggan stoppi mig til að tékka á fellihýsinu, þá veifa ég þessum pappírum framan í þá!“ sagði Ágúst[…]
Ég sá ekki að hann væri með þessa pappíra á sér á Kirkjusandi í gær.