Þú ert ekki að berjast fyrir mig fíflið þitt

Ég vildi að Sturla Jónsson hætti að tala eins og hann sé að berjast fyrir alla því hann er ekki að berjast fyrir mig. Ég vil að bensín sé skattlagt eins og aðrar vörur og að þeir sem keyra um vegi borgi fyrir þá með bensínsköttum. Ég vil líka að hann sé úthvíldur þegar hann keyrir um þjóðvegina og að hann sæki nauðsynleg námskeið til að tryggja að hann kunni á vinnutækin sín.

Það væri líka vel þegið ef hann myndi borga mér fyrir vinnutapið sem ég varð fyrir þegar hann og hin fíflin stoppuðu mig á leið í vinnu.