Mér sýndist Guðni Ágústsson einhvers staðar tala um að þetta sé slæmur tími til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ég held að það sé rétt. Fáránlegt að ætla að fara þar inn eins og efnahagurinn er. Hins vegar gæti verið rétt að það myndi hjálpa okkur ef við myndum segjast ætla að sækja um aðild þegar efnahagurinn lagast. Annars er ég laus við að vita hvort það myndi hjálpa okkur að vera í ESB eða ekki. Ég held reyndar að flestir sem tjái sig um þessi mál séu líka lausir við að vita það.