Nafnleynd

Það er voðalega skrýtið að fylgjast með umræðunni sem er í gangi hér og þar á netinu þar sem það er gagnrýnt að „háskólakennarinn“ sé ekki nafngreindur eins og til dæmis presturinn. Hin einfalda staðreynd er að það er ekki hægt að nafngreina þennan mann án þess að allir viti hver fórnarlömbin séu og það væri bara grimmilegt. Persónulega þá finnst mér upplýsingarnar sem þegar hafa verið birtar of miklar.

Það má alveg deila um nafngreiningu á glæpamönnum almennt en hér er bara verið að bera saman mál sem eru ákaflega ólík.