Matti bendir á að fræðslufulltrúi Biskupstofu, Elín Elísabet Jóhannsdóttir, ljúgi því í pistli á trú.is að samkvæmt könnunum þá séu um 95% þjóðarinnar kristinnar trúar. Ég efast ekki að ef ríkiskirkjan hefði aðgang að könnunum sem sýndu þetta þá myndi hún benda á þær. Könnun sem var gerð fyrir ríkiskirkjuna, og Elín ætti að hafa aðgang að (jafnvel að þeim niðurstöðum sem voru of neyðarlegar til að birta opinberlega), sýndi að um 50% þjóðarinnar sögðust játa kristna trú. Af hverju heldur þetta fólk að það sé í lagi að ljúga bara blákalt?