Það er merkileg árátta margra trúmanna, nú síðast í Morgunblaði gærdagsins, að ljúga því sífellt og endalaust að Hitler hafi verið trúlaus. Ég veit ekki til þess að það séu einu sinni til vafasamar tilvitnanir í manninn þar sem hann afneitar guðstrú en ótal tilvitnanir þar sem vísar í eigin trú. Ef þið trúið mér ekki getið þið fundið netútgáfur af Mein Kampf á ensku og leitað að orðinu “god” og “jesus”. Mér vitandi er ekki nokkur virtur sérfræðingur um Hitler sem heldur öðru fram en að hann hafi að öllum líkindum trúað á guð.
Stóra spurningin er að sjálfssögðu hvernig fólk vogar sér að ljúga svona? Staðreyndirnar liggja á borðinu og það er óafsakanlegt að kynna sér þær ekki.