Í gær birtist grein á Vantrú þar sem ég benti á ósannindi Bjarna Harðarsonar. Í dag svarar hann með hreinu rugli. Meðal annars heldur hann því fram að Matti hafi ásakað sig um lágkúru og bendir á grein eftir mig því til stuðnings. Í greininni rifjaði ég upp ummæli Karl Sigurbjörnssonar um Draugasetrið (sem Bjarni er stjórnarmaður í) sem hann taldi vera lágkúru. Þannig að í raun þá var það biskupinn sem kenndi Bjarna við lágkúru en á Vantrú voru ummæli hans gagnrýnd. Ef að Bjarni er ekki með öllu ólæs þá hlýtur það að vera lesskilningur hans sem er bæklaður. Nema að hann sé bara enn og aftur að ljúga vísvitandi.