Ég er í fyrsta skipti að lesa fyrstu Dilbertsögurnar. Það sem vekur strax athygli er hve upphafið ólíkt því sem seinna varð. Þetta byrjar nefnilega eiginlega eins og Garfieldklón þar sem hundur hefur tekið stað kattar. Vinnan er algjört aukaatriði og ekkert af starfsfólkinu þar er raunverulega mótað. Þetta skýrir líka ýmisleg undarlegheit. Það er nefnilega ekki auðvelt að sjá strax hvernig þessar risaeðlur passa inn í vinnstaðaparódíu en tilurð þeirra er ekkert órökrétt miðað við það sem Scott Adams var að prufa sig áfram með fyrst um sinn.