Brotist inn eða?

Það er frétt á MBL um að einhverjir Nígeríusvindlarar hafi brotist inn í pósthólf veðurfræðings. Ég sá strax annan möguleika í stöðunni sem mér þykir líklegri. Kannski eru þeir sem eru að senda tölvupóst í nafni fræðingsins ekki raunverulega með aðgang að póstinum hans heldur eru bara að feika það. Það er lítið mál að láta tölvupósta líta út fyrir að vera úr öðru póstfangi en þeir í raun eru. Eitt form af því er hotmail spammið sem ég fæ, að því er virðist, frá sjálfum mér. Ég er ekki að fullyrða en þetta er mögulegt.