Þessi frétt úr Mogganum í dag er fyndin en þó aðallega vegna myndavalsins. Maðurinn er nefnilega ekki ferðamaður að pósa heldur kirkjuvörður að stoppa Svarthöfða. Hann sést líka í fréttum RÚV hlaupandi meðfram göngunni. Þessi maður er reyndar ástæðan fyrir því að í stað þess að ganga á undan prestunum, eins og planið var, þá endaði Svarthöfði aftast og skapaði þar með þessa dásamlegu senu í myndbandinu. Síðan var það náttúrulega Adda Steina verkefnisstjóri Biskupsstofu sem stoppaði Svarthöfða aftur.